This website requires JavaScript.

Hugbúnaðurinn

Launagreiningar á auðveldan hátt

PayAnalytics er hugbúnaðarlausn sem gerir þér kleift að framkvæma launagreiningar og ráðast á launabil kynjanna með aðgerðaráætlun og kostnaðargreiningu. PayAnalytics sýnir þér hvaða áhrif launaákvörðun hefur á launabilið áður en hún er tekin og gerir jafnframt tillögu að launum fyrir nýtt starfsfólk og starfsfólk sem er að flytjast til í starfi. PayAnalytics uppfyllir persónuverndarreglugerð ESB GDPR og er með ISO 27001:2013 vottun.

Hugbúnaðurinn er seldur í áskrift og það er auðvelt að koma í viðskipti og byrja að nota hann. Sendu okkur póst gegnum formið okkar eða bókaðu kynningu til að fá nánari upplýsingar.

"Og hvað svo?"

Fáðu tillögur um hvaða starfsmenn eigi að hækka og um hversu mikið

Ef það mælist launabil hjá fyrirtækinu segir PayAnalytics þér hvaða starfsmenn það eru sem ættu að fá launahækkun og hversu mikil hún ætti að vera. Þannig tryggirðu að þær breytingar sem eru gerðar séu sanngjarnar en um leið hagkvæmar því þær rata á rétta staði. Ef einhverjir ættu ekki að fá hækkanir þá getur þú merkt við þá og það verður tekið tillit til þess í tillögunum. Þú getur einnig fengið tillögur að hækkunum fyrir undirborgað starfsfólk, jafnvel þó það hafi ekki áhrif á launabilið. Hugbúnaðurinn okkar hjálpar þér að byggja upp sanngjarnan launastrúktúr.

Launaráðgjafinn

Fáðu tillögu að launum

Launaráðgjafinn kemur með tillögu að launum fyrir nýtt starfsfólk og þegar starfsfólk flyst milli starfa. Tillögurnar byggja á launalíkaninu þínu og Launaráðgjafinn setur tillöguna í samhengi við sambærilegt starfsfólk í fyrirtækinu eða stofnuninni. Ef þú notast við markaðslaunatöflur, þá getur þú einnig séð tillögurnar í samhengi við þær.

Undirhópagreining

Mældu og lokaðu launabilinu innan hópa

Þótt búið sé að loka launabilinu fyrir allt fyrirtækið getur leynst launamunur innan ákveðinna hópa starfsmanna. Með undirhópagreiningunni geturðu keyrt sömu greiningu á mismunandi hópa innan fyrirtækisins, t.d. fyrir hvern starfaflokk, hverja starfsstöð eða hverja deild fyrir sig. Niðurstöðurnar eru settar fram þannig að þú getur auðveldlega borið hópana saman. Þú færð loks tillögur að launabreytingum sem loka launabilinu í hverjum hóp fyrir sig.

Samanburðarskor

Veldu starfsmann og finndu annað sambærilegt starfsfólk

Með því að velja tiltekinn starfsmann færðu lista yfir annað starfsfólk sem er hvað líkast starfsmanninum sem þú valdir. Þannig geturðu borið laun starfsmanns saman við það starfsfólk sem er sambærilegast innan fyrirtækisins.

Útlagagreining

Komdu auga á það starfsfólk sem fellur utan við áætluð laun samkvæmt launalíkani

PayAnalytics bíður upp á fljótlega leið við það að finna starfsfólk sem er yfir- eða undirborgað samkvæmt launalíkani.

Stuðningur við löggjöf Evrópusambandsins

Evróputilskipun um gagnsæi í launum

Evróputilskipun um gagnsæi í launum gerir kröfu um að fyrirtæki og stofnanir meti, leiðrétti og birti launabil innan hópa. Þegar greining er keyrð í PayAnalytics er nú hægt að velja að fá launahækkanir með það markmið að loka launabilum hóp fyrir hóp. Það auðveldar að uppfylla tilskipunina til muna.

Gagnaöryggi

Við fylgjum ströngum öryggisstöðlum

Við rekstur og prófanir á PayAnalytics fylgjum við ströngum innri ferlum til að tryggja gagnaöryggi. Samskipti við PayAnalytics eru dulkóðuð (https) og öll gögn í gagnagrunni eru einnig dulkóðuð. Til viðbótar eru allar aðgerðir í kerfinu skráðar (e. Audit Log). Ef þú af einhverjum ástæðum hættir að nota PayAnalytics eru öll gögnin þín fjarlægð úr kerfunum eftir að líftími afrita (30 dagar) er liðinn.

API tenging

Tenging við það launakerfi sem þú notar

Með því að nýta tengingu við PayAnalytics gegnum API vefþjónustu er hægt að flytja launagögn sjálfvirkt inn í PayAnalytics.

Berðu saman launagögn milli tímabila

Sjáðu hvað breyttist í launagögnunum eða launagreiningum frá einum tímapunkti til annars

Í PayAnalytics er sérstakur samanburðarhamur þar sem notendur geta valið launagögn eða launagreiningar til að bera saman. Þannig geturðu strax áttað þig á því hvernig staðan hefur verið að þróast milli mánaða eða ára.

Starfsmat

Berðu saman virði ólíkra starfa

Með starfsmati getur þú borið saman ólík störf og eiginleika starfsfólk byggt á stöðluðum og hlutlausum forsendum. Með því að byggja jafnlaunagreiningar á starfsmati getur þú tryggt jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf. Við bjóðum upp á innbyggð sniðmát, meðal annars fyrir starfsmat Sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar, en þú getur einnig hlaðið upp eigin sniðmátum.

Stuðningur við gagnsæi

Launaspannir

PayAnalytics auðveldar þér að vinna með launaspannir til að tryggja gagnsæi í launastrúkturnum. Þú getur hlaðið inn launaspönnum úr Excel eða búið þær til sjálfvirkt út frá gögnunum þínum. Þú getur auðveldlega séð hverjir eru utan sinna launaspanna og fengið tillögur að hækkkunum til að leiðrétta þá sem eru undir. Þessi eiginleiki auðveldar að uppfylla löggjafir sem snúa að gagnsæi launa, hvort sem það er í atvinnuauglýsingum, til umsækjanda eða til starfsfólks.

Greining á launamun milli lýðfræðihópa

Launagreining byggð á hvaða lýðfræðibreytu sem er

PayAnalytics getur gert launagreiningu hjá þeim lýðfræðihópum sem þín gögn hafa að geyma, t.a.m. þjóðerni.

Skýrslur

Notaðu innbyggð skýrslusniðmát og búðu til þín eigin

Í PayAnalytics getur þú auðveldlega búið til skýrslur byggt á því hvernig yfirsýn þú vilt fá yfir gögnin þín og greiningar.

Við bjóðum einnig upp á innbyggð skýrslusniðmát sem gefa almenna yfirsýn yfir launastrúktúrinn, sem og skýrslur sem uppfylla kröfur ólíkra ríkja og eftirlitsaðila.

Þú getur notað hvaða dálk sem er í gagnasettinu til þess að skoða niðurbrot af launum. Þannig getur þú til dæmis skoðað laun eftir kyni, starfaflokki, menntun eða fjölda starfsmanna.

Þú getur auðveldlega notað síur til að skoða launastrúktúrinn fyrir hluta af starfsfólkinu.

Þú getur skoðað hvernig hæst launaða starfsfólkið skiptist eftir lýðfræðihópum, sem og skoðað skiptinguna eftir fjórðungsmörkum.

Skýrsluviðmótið er sveigjanlegt og hægt að sérsníða að þörfum hvers notanda.

Auðvelt er að sækja skýrslur úr kerfinu

Sækja gögn og niðurstöður

Notaðu niðurstöðurnar í PowerPoint og Excel

Það er auðvelt að sækja niðurstöður úr kerfinu. Skýrslurnar sem þú býrð til geturðu sent beint yfir í PowerPoint, þú getur sótt allar töflur sem Excel skjöl og vistað öll gröf sem myndir.

Samvinna

Miðlaðu upplýsingum til samstarfsfólksins innan kerfisins

Þú getur skrifað athugasemdir við ólíka hluti í kerfinu, t.d. greiningar eða starfsfólk. Athugasemdir geta til dæmis verið minnispunktar fyrir þig sjálfan og/eða útskýringar fyrir samstarfsfólk.

Litapallettur

Sérsniðið litaval fyrir gröf

PayAnalytics býður upp á mörg gröf sem veita fjölbreytta innsýn, t.d. varðandi launastrúktúr eða skiptingu starfsfólks eftir lýðfræðihópum. Þú getur auðveldlega stillt hvaða litir eru notaðir fyrir ólíka lýðfræðihópa og búið til gröf í litapallettu fyrirtækisins eða stofnunarinnar þinnar.

Jafnlaunagreining

Framkvæmdu þínar eigin greiningar hratt og örugglega og eins oft og þú vilt

Keyrðu jafnlaunagreiningar á gögnunum þínum og fáðu upplýsingar um launabilið og myndræna framsetningu á launastrúktúr fyrirtækisins, sem auðveldar þér að ráðast á vandann. Auk þess að mæla launabilið þá dregur PayAnalytics fram hvað það er sem hefur mest áhrif á launin í fyrirtækinu, meðvitað eða ómeðvitað. Þú getur notað PayAnalytics með hvaða launa- og mannauðskerfum sem er.

Þekktu kostnaðinn

Fáðu greiningu á kostnaðinum við að loka launabilinu

PayAnalytics reiknar út fyrir þig hvað það kostar að minnka eða loka launabilinu þannig að hægt sé að taka það með í áætlanagerðina og ef launabilið er stórt að skipuleggja skrefin sem þarf að taka til að ná því niður.

Fáðu yfirsýn

Sjáðu launastrúkturinn á auðskiljanlegri yfirlitsmynd

PayAnalytics setur launastrúktúr fyrirtækisins fram á myndrænan og auðlæsilegan máta. Það hjálpar þér að greina launaþróunina, finna útlaga og skilja hvað veldur launamuninum. Þú getur svo borað þig niður til að sjá launadreifingu í tilteknum hópum, eftir hlutverkum eða eftir öðrum tilteknum skilgreiningum.

Jafnrétti frá fleiri sjónarhornum

Jafnréttisvísar

PayAnalytics inniheldur jafnréttisvísa sem hjálpa þér að greina jafnrétti á vinnustaðnum frá ýmsum sjónarhornum, ekki bara út frá launum. Með jafnréttisvísunum færðu innsýn í fjölbreytileika starfsfólks og munt eiga auðveldara með að bera kennsl á möguleg vandamál í einstökum hópum, t.d. ójafnt aðgengi að tækifærum eða útilokandi vinnustaðamenningu.

  • Þú getur kafað ofan í fjölbreytileika starfsfólks, og meðal annars skoðað samsetningu ólíkra starfaflokka og hvernig starfsfólk dreifist á launastrúktúrinn.
  • Þú getur skoðað fjölbreytileika í ráðningum og starfslokum til að skilja hvernig samsetning starfsfólks er að breytast.
  • Þú getur greint mögulega mismunun í launa- og stöðuhækkunum.

Launakortlagning

Tryggðu jöfn laun fyrir ólík en jafnverðmæt störf

Með launakortlagningu færðu góða innsýn og getur tryggt að jöfn laun séu greidd fyrir störf sem eru ólík en hafa sama virði.

Kjarni

Tenging við mannauðs- og launalausn Kjarna

PayAnalytics er með vefþjónustustuðning (API) og nú er hægt að fá gögn beint inn í PayAnalytics úr mannauðs- og launakerfi Kjarna.

Notaðu það tungumál sem hentar best

Val á milli sjö tungumála

Hægt er að vinna í PayAnalytics á íslensku, ensku, spænsku, þýsku, frönsku, ítölsku og sænsku.

Öryggismál

Tveggja þátta auðkenning fyrir aukið öryggi

Öryggismál eru í forgangi hjá PayAnalytics. Við mælum því með að tveggja þátta auðkenning sé virkjuð fyrir alla notendur þannig að gögn séu varin með lykilorði auk annarrar auðkenningar.

Breytingar á gagnasettum

Þú getur unnið með gögnin beint í PayAnalytics

Stundum vantar nýjustu breytingar í gögnin sem þú ert með. Einhver hefur fengið launahækkun sem vantar í gögnin, eða er kominn í nýja stöðu án þess að það hafi ennþá verið uppfært. Þú getur auðveldlega breytt gögnunum eftir að þeim hefur verið hlaðið inn. Til að tryggja gagnsæi heldur PayAnalytics utan um allar breytingar sem eru gerðar.

Aðgangsstýringar

Stýrðu aðgangi notenda að gögnum, aðgerðum og kerfishlutum

Viðskiptavinir PayAnalytics geta gerst áskrifendur að auknum aðgangsstýringum, sem bjóða upp á fjölbreytta möguleika til að stilla aðgangsheimildir einstakra notanda eða notendahópa.

  • Þú getur stýrt hvaða aðgerðir einstaka notandi má framkvæma í PayAnalytics: Má notandinn hlaða inn gögnum eða keyra greiningar?
  • Þú getur stýrt hvaða kerfishlutum notandi hefur aðgang að: Er nóg fyrir notanda, t.d. í ráðningum, að hafa eingöngu aðgang að Launaráðgjafanum?
  • Þú getur stýrt hvaða gagnasettum, eða hluta af gagnasettum, hver notandi hefur aðgengi að: Má notandinn eingöngu sjá gögn tengd ákveðinni starfsstöð? Má notandinn sjá upplýsingar um einstaka starfsmenn eða eingöngu tölfræði fyrir hóp starfsmanna?

Innbyggð handbók og skýringarefni

Myndbönd og skýringartexti sýna hvernig best er að nota PayAnalytics og túlka niðurstöður

Til þess að gera notkun PayAnalytics sem aðgengilegasta hafa notendur aðgang að skýringarsíðu með upplýsingum um notkun á öllum helstu þáttum lausnarinnar. Farið er yfir hvernig best er að byrja, hvernig eigi að greina niðurstöður ásamt notkun á öllum helstu aðgerðum. Við notum myndbönd, myndir og texta eftir því sem við á. Ef notendur finna ekki það sem leitað er eftir er best að senda okkur skilaboð og við bætum skýringu í handbókina!

Greining á launamun kynjanna

Stuðningur við karlkyn, kvenkyn og kynsegin

Eitt af grundvallaratriðum hugbúnaðarins er greining á launabili kynjanna. PayAnalytics styður við skilgreiningarnar karl, kona og kynsegin. Einnig er hægt að keyra launagreiningu fyrir kyn á gögnum þar sem upplýsingar um kyn hluta starfsfólks vantar.

Samtvinnuð launagreining fyrir kyn og annan lýðfræðihóp

Launagreining sem tekur til tveggja þátta, s.s. kyns og þjóðernis

Hægt er að keyra greiningu sem tvinnar saman lýðfræðibreytu og kyn í einni og sömu greiningunni. Greiningin skilar niðurstöðum um launabil í öllum hópum ásamt launabreytingatillögum til að leiðrétta bilið ef það er til staðar. Jafnframt er hægt að keyra greiningu á fjölþætta mismunun, þ.e. þar sem starfsfólk tilheyrir fleiri en einum hópi sem er mismunað gegn.

Launaþættir

Notaðu gögn með mörgum launaþáttum

PayAnalytics auðveldar þér að vinna með flókin launagögn. Þú getur hlaðið upp og keyrt greiningar á gögnum sem innihalda marga launaþætti, skalað viðeigandi launaþætti fyrir hlutastarfsfólk og búið til sérsniðnar samtölur af ólíkum launaþáttum.

Gjaldmiðlar

Skoðaðu gögn og niðurstöður greininga í ólíkum gjaldmiðlum

PayAnalytics styður við alþjóðleg fyrirtæki sem þurfa að nota marga gjaldmiðla. Í kerfinu er auðvelt að skilgreina gengi gjaldmiðla sem gerir þér kleift að hlaða inn og greina gagnasett sem innihalda marga gjaldmiðla. Þú getur einnig skoðað gögn og niðurstöður greininga í gjaldmiðli að eigin vali, óháð upprunalega gjaldmiðlinum.

Miðlæg auðkenning

Stuðningur við SSO-innskráningu

PayAnalytics styður við miðlæga auðkenningu, sem gerir þér kleift að halda utan um aðgang notanda í aðskildu auðkenningarkerfi. Við styðjum meðal annars við Azure AD, Ping Identity og Okta.

Áskrift

Viltu koma í áskrift?

Hugbúnaðurinn er seldur í áskrift og það er auðvelt að koma í viðskipti og byrja að nota hann. Bókaðu kynningu þar sem við förum yfir hvernig viðskiptavinir eru að nota PayAnalytics eða sendu okkur póst gegnum fyrirspurnarformið okkar.